Brak [2] (1988-90)

Brak

Hljómsveitin Brak starfaði í um tvö ár í lok níunda áratugar 20. aldarinnar og átti fáein lög á safnplötum en að öðru leyti fór lítið fyrir þessari sveit.

Brak mun hafa verið stofnuð í Breiðholtinu á árinu 1988 og þá tók sveitin upp tvö lög sem rataði á safnsnælduna Skúringar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar Sævarsson gítarleikari, Bjarni Friðrik Jóhannsson bassaleikari, Gunnar Sæmundsson trommuleikari og Þorgeir Guðmundsson gítarleikari og söngvari.

Þá átti sveitin lag á geislaplötu-útgáfu safnplötunnar World domination or death sem Smekkleysa gaf út 1990. Björk Guðmundsdóttir lék í því lagi á píanó.

Sveitin mun hafa hætt störfum 1990.