Brak [1] (um 1980)

Seint á áttunda áratug síðustu aldar eða í kringum 1980 var starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Brak. Eini þekkti meðlimur Braks er Björn Thoroddsen gítarleikari en upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar sem og líftíma hennar.

Brak [2] (1988-90)

Hljómsveitin Brak starfaði í um tvö ár í lok níunda áratugar 20. aldarinnar og átti fáein lög á safnplötum en að öðru leyti fór lítið fyrir þessari sveit. Brak mun hafa verið stofnuð í Breiðholtinu á árinu 1988 og þá tók sveitin upp tvö lög sem rataði á safnsnælduna Skúringar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar…

Brak [3] (2002-07)

Dúettinn Brak vakti nokkra athygli árið 2004 þegar hann gaf út tólf laga plötu en lítið fór fyrir sveitinni eftir það. Þeir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson höfðu starfað saman að tónlist um langan tíma en létu verða að því að taka upp plötu árið 2002 og sáu þeir mestmegnis um þá vinnu sjálfir. Sú…