Brak [3] (2002-07)

Brak

Dúettinn Brak vakti nokkra athygli árið 2004 þegar hann gaf út tólf laga plötu en lítið fór fyrir sveitinni eftir það.

Þeir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson höfðu starfað saman að tónlist um langan tíma en létu verða að því að taka upp plötu árið 2002 og sáu þeir mestmegnis um þá vinnu sjálfir. Sú vinnsla tók um tvö ár og 2004 kom platan Silfurkoss út, reyndar gekk blaðamönnum illa að orða titil plötunnar rétt og var hún iðulega ranglega nefnd Silfurkross. Platan hlaut þokkalega dóma í Morgunblaðin.

Þeir félagar, Hafþór og Haraldur settu saman hljómsveit fyrir útgáfutónleikana og lék sú sveit saman í nokkurn tíma. Það voru þeir Gísli Elíasson trommuleikari, Sævar Jökull Solheim hljómborðsleikari og Davíð Atli Jones bassaleikari sem bættust í hópinn en einnig voru Haukur Hafsteinsson trommuleikari og Ólafur Kristjánsson bassaleikari í sveitinni um tíma.

Brak starfaði til ársins 2007 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvort sveitin var í lokin dúett eða kvintett.

Efni á plötum