Bómullarband Atla Örvarssonar virðist hafa komið fram í eitt skipti vorið 1995 og verið þá eins konar undirspilsband fyrir þekkta söngvara sem sungu lög sem Dean Marton hafði gert ódauðleg, þetta var á tónlistarkvöldi til heiðurs söngvaranum sem átti þá sjötíu og átta ára afmæli en það var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum.
Engir tónlistarmenn sveitarinnar voru nefndir aðrir en Atli Örvarsson hljómsveitarstjóri en hann var þá hér heima í einhverri pásu frá tónlistarnámi sínu í Bandaríkjunum þar sem hann hefur að mestu starfað síðan sem tónskáld.