Forte (1984-87)

Hljómsveitin Forte starfaði í Stykkishólmi a.m.k. á árunum 1984 – 87 en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ólafur H. Stefánsson gítarleikari, Ágúst Pétursson gítarleikari, Þorsteinn Gunnar Ólafsson trommuleikari, Njáll Þórðarson hljómborðsleikari (Land og synir o.fl.), Siggeir Pétursson bassaleikari og Jón Bjarki Jónasson söngvari en hluti sveitarinnar átti síðar…

Fretað í fótspor (1989)

Hljómsveitin Fretað í fótspor kemur frá Sauðárkróki, starfandi 1989 en það sama ár keppti hún í Músíktilraunum og var þá skipuð þeim Baldvini I. Símonarsyni gítarleikara, Arnóri Kjartanssyni bassaleikara, Hauki Frey Reynissyni söngvara og hljómborðsleikara og Guðmundi Jónbjörnsyni söngvara og bassaleikara.

Frír bjór (2000)

Hljómsveitin Frír bjór (frá Reykjavík) tók þátt í Músíktilraunum 2000 og komst þar í úrslit. Sveitin spilaði einhvers konar funk blöndu og voru meðlimir sveitarinnar þeir Atli Bollason hljómborðsleikari (Sprengjuhöllin o.fl.), Kári Hólmar Ragnarsson básúnuleikari og Leó Stefánsson melódiku-, hljóð- og grúvboxleikari voru í þessari sveit. Sveitin breytti nafni sínu um áramótin 2000-01 og kölluðu…

Frk. Júlía (1989-91)

Frk. Júlía var rangæsk hljómsveit (frá Hvolsvelli) sem var nokkuð öflug á sveitaböllum í heimahéraði, og starfaði á árunum 1989-91. Sveitin hafði reyndar verið starfandi frá 1987 undir nafninu Durex en breytti nafninu í Frk. Júlía sumarið 1989, þá voru meðlimir hennar Snæbjörn Reynir Rafnsson gítarleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari (Land og synir o.fl.), Lárus Ingi…

Frum [1] (1971-74)

Siglfirska hljómsveitin Frum starfaði um ríflega tveggja ára skeið á árunum 1971-74 en hana stofnuðu Guðni Sveinsson, Birgir A. Ingimarsson trommuleikari, Viðar Böðvarsson[?] bassaleikari og Guðmundur Ingólfsson haustið 1973. Þeir Guðni og Guðmundur gætu hafa verið gítarleikarar. Leó Reynir Ólason orgelleikari, bættist snemma í hópinn og þegar Viðar bassaleikari hætti í sveitinni flutti hann sig…

Frum [2] (um 2000)

Guðmundur Ingólfsson hafði verið í hljómsveitinni Frum sem starfaði á Siglufirði (sjá Frum[1]. Áratugum síðar tók Guðmundur Ingólfsson upp Frum-nafnið þegar hann hóf að leika á pöbbum ásamt hinum og þessum söngkonum, a.m.k. Ylfu Lind Gylfadóttur og Jokku [G. Þorsteinsdóttur?]. Það var eftir aldamótin.

Frumefni 114 (1999)

Frumefni 114 var rafdúett þeirra Jóhannesar Þórs Ágústssonar hljómborðsleikara og forritara og Hjartar Líndal gítarleikara. Þeir voru starfandi 1999 og tóku þátt í Músíktilraunum það árið. Dúettinn komst í úrslit og Jóhannes var kjörinn besti hljómborðsleikari tilraunanna.

Fungus (1996-98)

Hljómsveitin Fungus (einnig ritað Föngus) starfaði allavega um tveggja ára skeið í lok síðustu aldar, 1996-98. Framan af voru í sveitinni Friðgeir Ingi Eiríksson gítarleikari og söngvari, Sigurður Helgason gítarleikari, Sverrir [?] trommuleikari og Óli Geir [?] bassaleikari. Fungus keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík og þá höfðu orðið þær breytingar á skipan sveitarinnar…

Funkhouse (1991)

Hljómsveitin Funkhouse frá Borgarnesi var starfrækt 1991, sveitin tók það árið þátt í Músíktilraunum en komst þó ekki í úrslit þeirrar keppni. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurdór Guðmundsson bassaleikari, Óskar Viekko Brandsson gítarleikari, Guðveig Anna Eyglóardóttir söngkona og Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari. Sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunirnar.

Fuse (um 2000)

Hljómsveitin Fuse frá Akranesi og Borgarnesi keppti í Músíktilraunum 1999. Sveitin hafði þá sérstöðu að hafa innanborðs tvo trommuleikara en tónlist þeirra var skilgreind sem drum‘n bass. Þorsteinn Hannesson trommuleikari, Árni Teitur Ásgeirsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Hannesson trommuleikari, Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted söngkona og Vilberg Hafsteinn Jónsson bassaleikari skipuðu sveitina en hún hafði ekki erindi sem…

Fúþark (1986)

Hljómsveitin Fúþark úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1986 en komst ekki áfram í úrslit. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar.

Fyrirbæri [1] (1985-86)

Hljómsveitin Fyrirbæri úr Reykjavík var stofnuð snemma vors 1985 og starfaði a.m.k. eitthvað fram á sumar 1986. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar síðara árið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Kristján Eldjárn gítarleikari, Stefán Eiríksson söngvari (síðar lögreglustjóri í Reykjavík), Baldur Stefánsson bassaleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari og Haraldur Kristinsson…