Frumefni 114 (1999)

engin mynd tiltækFrumefni 114 var rafdúett þeirra Jóhannesar Þórs Ágústssonar hljómborðsleikara og forritara og Hjartar Líndal gítarleikara.

Þeir voru starfandi 1999 og tóku þátt í Músíktilraunum það árið. Dúettinn komst í úrslit og Jóhannes var kjörinn besti hljómborðsleikari tilraunanna.