Fungus (1996-98)

Fungus

Fungus

Hljómsveitin Fungus (einnig ritað Föngus) starfaði allavega um tveggja ára skeið í lok síðustu aldar, 1996-98.

Framan af voru í sveitinni Friðgeir Ingi Eiríksson gítarleikari og söngvari, Sigurður Helgason gítarleikari, Sverrir [?] trommuleikari og Óli Geir [?] bassaleikari.

Fungus keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík og þá höfðu orðið þær breytingar á skipan sveitarinnar að Óskar Þórhallsson hafði tekið við bassanum og Gunnar Ófeigsson við trommunum.

Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998.