Fyrirbæri [1] (1985-86)

Fyrirbæri

Fyrirbæri

Hljómsveitin Fyrirbæri úr Reykjavík var stofnuð snemma vors 1985 og starfaði a.m.k. eitthvað fram á sumar 1986.

Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar síðara árið en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Kristján Eldjárn gítarleikari, Stefán Eiríksson söngvari (síðar lögreglustjóri í Reykjavík), Baldur Stefánsson bassaleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari og Haraldur Kristinsson hljómborðsleikari. Örlygur Smári (síðar títtkenndur við Eurovision) mun einnig hafa verið í sveitinni á einhverjum tímapunkti.

Kristján lést úr krabbameini 2002 og kom sveitin saman 2014 og hélt ball til styrktar Krabbameinsfélaginu vegna Mottumars-átakinu það árið. Ari Eldjárn skemmtikraftur og bróðir Kristjáns fyllti þá skarð Kristjáns og lék á gítar.