Fuse (um 2000)

Fuse

Hljómsveitin Fuse frá Akranesi og Borgarnesi keppti í Músíktilraunum 1999. Sveitin hafði þá sérstöðu að hafa innanborðs tvo trommuleikara en tónlist þeirra var skilgreind sem drum‘n bass. Þorsteinn Hannesson trommuleikari, Árni Teitur Ásgeirsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Hannesson trommuleikari, Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted söngkona og Vilberg Hafsteinn Jónsson bassaleikari skipuðu sveitina en hún hafði ekki erindi sem erfiði í tilraununum, komst ekki í úrslit.

Síðar myndaði hópurinn hljómsveitina Worm is green en hefur einnig starfað eitthvað undir öðrum nöfnum.