Firring (1984)

engin mynd tiltækFirring var dúó þeirra Jóns Steinþórssonar (Jóns Skugga) og Kristrúnu Sævu[?] og fékkst við tilraunakennda tónlist um miðjan níunda áratuginn. Ekki er líklegt að Firring hafi beint verið starfandi heldur að einungis hafi um verið að ræða tilraunir í hljóðveri.

Firring gaf út eina plötu samnefnda sveitinni sem fór fremur hljótt en skreið þó á lista yfir söluhæstu 45 snúninga plöturnar (sem var þó 12″), sem skýrist líklega af því að fremur fáar plötur seldust að sumarlagi á þessum árum. Hún var pökkuð inn í veggspjald sem brotið var utan um hana.

Platan hlaut ágæta dóma í DV og þokkalega í Þjóðviljanum. Tryggvi Þór Herbertsson kom eitthvað að þessari útgáfu, annaðist upptökur og klippingu hljóðverkanna.

Efni á plötum