Fitlarinn á bakinu (1983)

Fitlarinn á bakinu

Fitlarinn á bakinu

Fitlarinn á bakinu var ekki langlíf hljómsveit, var stofnuð í kjölfar þess að Fræbbblarnir lögðu upp laupana en starfaði um hálfs árs skeið frá vori fram á haust 1983.

Meðlimir Fitlarans voru Valgarður Guðjónsson söngvari, Helgi Briem bassaleikari, Kári Indriðason gítarleikari, Tryggvi Þór Tryggvason gítarleikari og Baldur [?] trommuleikari. Einnig gæti um tíma hafa verið trommuleikari að nafni Þórður [?] í sveitinni, sem varð ekki langlíf sem fyrr segir.