Tha Faculty (1999)

engin mynd tiltækTha Faculty var hópur ungra hip hop tónlistarmanna og rappara, stofnaður upp úr Subterranean snemma vors 1999 og starfaði um nokkurra mánaða skeið, fram á haust þetta sama ár.

Hópurinn innihélt hóp ungra manna og kvenna en hann var nokkuð breytilegur að stærð og skipan þar sem menn komu og fóru, iðulega var kjarninn í kringum sjö manns. Úr Subterranean komu þau Ragna Kjartansdóttir (Cell7) rappari, Magnús Jónsson (Magse/Maximum) rappari og Ársæll Þór Ingason (Dj Intro/Dj Addi) skratsari, en aðrir meðlimir Tha Faculty voru Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona (Lady Bug), Heimir F. Hlöðversson hljómborðsleikari, Anthony Lewis (AntLew) rappari, Brynja og Drífa Sigurðardætur (Real Flavaz), Mark [?], Darren (Deez) [?], Ólöf [?] söngkona, Halla Vilhjálmsdóttir söngkona og Shadow. Sjálfsagt hafa enn fleiri komið við sögu Tha Faculty, og upplýsingar um marga ofangreinda eru af skornum skammti en eru vel þegnar.

Sveitin fór í hljóðverið Gný um sumarið (1999) og gaf út plötuna Tha selected works of tha Faculty í kjölfarið, sjö laga stuttskífu sem bæði kom út á cd og vínyl. Hún hlaut fremur slaka dóma í Morgunblaðinu en ágæta í tímaritinu Fókusi.

Tha Faculty vann áfram að tónlist og stefndi að því að gefa út breiðskífu um haustið, af því varð þó aldrei og virðist sem samstarfið hafi leyst upp áður en til þess kom.

Margir úr hópnum héldu áfram að vinna við tónlist og áttu þeir Magnús og Anthew t.a.m. eftir að starfa saman undir nafninu AntLew/Maximum og gefa út nokkrar plötur, Þórunn Antonía hefur einnig vakið athygli sem sólóisti.

Lagið True hustler kom síðar út á safnplötu Smekkleysu Alltaf sama svínið/Lobster or fame (2003).

Efni á plötum