Fídus (1985)

engin mynd tiltækHljómsveitin Fídus kom frá Akranesi og var starfandi 1985 þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar.

Meðlimir sveitarinnar voru þau Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari (síðar veðurfræðingur), Logi Guðmundsson trommuleikari (Bróðir Darwins o.fl.), Jón Páll Pálsson bassaleikari og Ingimundur Sigmundsson gítarleikari (Tregablandin lífsgleði).

Fídus komst ekki í úrslit Músíktilraunanna.