Fílharmóníusveitin (1982-83)

Fílharmóníusveitin

Fílharmóníusveitin

Fílharmóníusveitin var tríó stofnuð haustið 1982 í Hafnarfirði og tók hún þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sama haust. Sveitin komst í úrslit og endaði í öðru til þriðja sæti í keppninni ásamt Englabossum.

Meðlimir sveitarinnar voru Einar S. Guðmundsson gítarleikari, Eyjólfur Lárusson trommuleikari og Steinn Á. Magnússon bassaleikari en Ragnar Óskarsson tók síðar við af honum.

Sveitin starfaði a.m.k. fram á mitt sumar 1983.