Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar (1970-1994)

Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar1

Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar

Jakob Óskar Jónsson starfrækti danshljómsveitir undir eigin nafni frá áttunda áratug síðustu aldar. Margir komu og fóru í gegnum þær sveitir.

Það var 1970 fremur en 1969 sem Jakob stofnaði hljómsveit sína en hann hafði áður sungið með fjölmörgum hljómsveitum í sama geira, 1968 hafði hann hins vegar þurft að taka sér hlé frá tónlistinni vegna magasárs af völdum álags en var þarna aftur kominn í sviðsljósið.

Meðlimir Hljómsveitar Jakobs Ó. Jónssonar, sem reyndar starfaði sem tríó fyrst um sinn, voru auk Jakobs sjálfs sem söng og lék á trompet, Steinar Viktorsson trommuleikari, Jón Skaftason gítarleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari, Steindór Steinþórsson bassaleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Björn Björnsson trommuleikari og Jón Kristinn Cortez bassaleikari. Ekki liggur fyrir hverjir spiluðu með sveitinni á hverjum tíma eða hvort fleiri komu við sögu hennar, sem hlýtur þó að teljast líklegt.

Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar

Mynd með auglýsingu

Sveit Jakobs lék einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðiðsins, Klúbbnum, Röðli og Þórscafé svo dæmi séu tekin en síðar lék sveitin einnig á sveitaböllum á landsbyggðinni, á árshátíðum, þorrablótum og annars konar dansleikjum.

Sveitin starfaði til ársins 1978 með hléum en hætti þá, Jakob stofnaði hins vegar aðra sveit 1980 sem starfar enn í dag en frá árinu 1994 hefur sveitin gengið undir nafninu Grái fiðringurinn.