Ullarhattarnir (2000 -)

engin mynd tiltækHljómsveitin Ullarhattarnir var stofnuð árið 2000 og hefur einungis komið fram einu sinni fyrir hver jól og spilar þá létt efni eftir sveitarmeðlimi að mestu en hún er skipuð þekktum tónlistarmönnum.

Sveitina skipa Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Stefán Hilmarsson söngvari.

Meðlimir sveitarinnar koma iðalega fram klæddir undarlegum höfuðfötum.

Sveitin var enn starfandi 2009.