Útlendu aparnir (2006)

engin mynd tiltækHljómsveitin Útlendu aparnir úr Vestmannaeyjum var eins konar undanfari The Foreign monkeys sem sigraði Músíktilraunir 2006. Líklega er þó ekki um að ræða sömu sveitina, þeir Bogi Rúnarsson bassaleikari og Gísli Stefánsson gítarleikari (báðir úr Foreign monkeys) voru í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.