Útlendingahersveitin [2] (1992 -)

Útlendingahersveitin

Útlendingahersveitin

Djasssveitin Útlendingahersveitin var stofnuð 1992 og kom fyrst fram opinberlega á RúRek djasshátíðinni það sama ár. Nafn sitt hlaut sveitin af því að flestir meðlimir hennar bjuggu erlendis, en þeir voru Árni Scheving víbrafónleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Árni Egilsson kontrabassaleikari og Pétur Östlund trommuleikari.

Átta ár liðu áður en Útlendingahersveitin kom aftur saman og lék á tónleikum. Þá var plata samnefnd sveitinni gefin út af Japis.

Enn liðu sex ár áður en sveitin kom saman í þriðja skiptið og enn var tekin upp plata samhliða tónleikahaldi, sú bar titilinn Time eftir time (2006). Sú plata hlaut góðar viðtökur og fékk t.d. mjög góða dóma í Morgunblaðinu auk þess sem sveitin hlaut titilinn djassflytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2006.

Sveitin gengur stundum undir nafninu Hersveitin sem og Foreign legion.

Efni á plötum