Útrás [1] (1973-76)

Útrás 1976

Útrás 1976

Hljómsveit sem stofnuð var upp úr rústum annarrar, Nú-jæja, frá Hellissandi 1973. Meðlimir hinnar fyrri sveitar voru Pálmi Almarsson gítarleikari, Eggert Sveinbjörnsson trommuleikari og Benedikt Jónsson orgelleikari en auk þeirra bættist nú í hópinn Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía). 1974 kom Ægir Þórðarson gítarleikari í sveitina og spilaði hún víða um land allt til 1976 þegar hún hætti. Útrás hefur reyndar komið saman við ýmis tækifæri frá 1994.

Magnús Stefánsson (Upplyfting o.fl.) hefur spilað með sveitinni í seinni tíð eftir að Benedikt lést (1995).