Comet [1] (1965-67)

Hljómsveitin Comet var ein af þeim Bítlasveitum sem störfuðu á Akureyri um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, sveitin lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum en fór einnig suður yfir heiðar og lék í Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum. Sveitin var stofnuð snemma vors 1965 í Gagnfræðiskólanum á Akureyri og gekk í byrjun undir nafninu Comet og…

Casablanca [2] (1983-88)

Akureyska hljómsveitin Casablanca var starfrækt meiri hluta níunda áratugarins og var um tíma húshljómsveit á Hótel KEA. Meðlimir sveitarinnar voru framan af Rafn Sveinsson trymbill, Gunnar Tryggvason hljómborðsleikari, Grétar Ingvarsson gítarleikari og Ingvar Grétarsson bassaleikari. Þeir Grétar og Rafn voru líklega þeir einu sem störfuðu alla tíð með sveitinni en aðrir sem komu við sögu…

Big band Rafns Sveinssonar (1986)

Árið 1986 var starfrækt hljómsveit sem bar heitið Big band Rafns Sveinssonar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar líkur eru á að um Rafn Sveinsson trommuleikara á Akureyri sé að ræða. Frekari upplýsingar óskast um Big band Rafns Sveinssonar.

Tríó Rabba Sveins (1961 / 1991-97)

Rafn Sveinsson (Rabbi Sveins) trommuleikari á Akureyri lék með fjöldanum öllum af hljómsveitum nyrðra og starfrækti einnig eigin sveit, Tríó Rabba Sveins. Rafn var með hljómsveit árið 1961 sem auglýst var sem Tríó Rabba Sveins en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar sveitar frekar en tríóið sem hann starfrækti á árunum 1991 til 97.…

Astró tríó (1979-82)

Astró tríó var akureysk hljómsveit sem Ingimar Eydal starfrækti á árunum 1979-82, á því tímabili sem Hljómsveit Ingimars Eydal var í nokkurra ára pásu. Tríóið var skipað þeim Ingimar sem lék á hljómborð, Grétari Ingvarssyni gítarleikara og Rafni Sveinssyni trommuleikara en sveitin lék einkum á Hótel KEA á Akureyri. 1980 bættist dóttir Ingimars í hópinn,…

Laxar (1966-71)

Hljómsveitin Laxar gerði garðinn frægan á norðanverðu landinu á árunum milli 1966 og 1971. Laxar voru stofnaðir á Akureyri sumarið 1966 en heimildir um upphafsár hennar eru af skornum skammti, það var ekki fyrr en 1968 að söngkona kom til sögunnar en hún heitir Sæbjörg Jónsdóttir og var iðulega nefnd Lalla. Sveitin gekk því undir…

Úthljóð [2] (1971-72)

Akureyska hljómsveitin Úthljóð starfaði í nokkra mánuði árið 1971 en sveitin bar sama nafn og önnur sunnlensk nokkrum mánuðum fyrr. Hin norðlenska sveit með söngkonuna Erlu Stefánsdóttur í broddi fylkingar var að öðru leyti skipuð þeim Örvari Kristjánssyni harmonikkuleikara, Rafni Sveinssyni trommuleikara, Grétari Ingimarssyni og Gunnari Tryggvasyni en sá síðast taldi lék líklega á bassa.…