Astró tríó (1979-82)

AStro tríó

Astró tríó

Astró tríó var akureysk hljómsveit sem Ingimar Eydal starfrækti á árunum 1979-82, á því tímabili sem Hljómsveit Ingimars Eydal var í nokkurra ára pásu. Tríóið var skipað þeim Ingimar sem lék á hljómborð, Grétari Ingvarssyni gítarleikara og Rafni Sveinssyni trommuleikara en sveitin lék einkum á Hótel KEA á Akureyri.
1980 bættist dóttir Ingimars í hópinn, söngkonan Inga Eydal og hún söng með þeim þar til sveitin hætti störfum vorið 1982. Hljómsveitin var stundum nefnd Astró og Inga þegar hún söng með henni.