Áning (1985-86)

engin mynd tiltækHljómsveitin Áning var raunverulega Hljómsveit Ingimars Eydal, án Ingimars reyndar en sveitin gekk undir þessu nafni veturinn 1985-86 þegar Ingimar fór í framhaldsnám suður til Reykjavíkur. Áning (sem stendur fyrir Án Ingimars) var skipuð þeim hinum sömu og voru þá í hljómsveit Ingimars, en þau voru Inga Eydal söngkona (dóttir Ingimars), Grímur Sigurðsson bassaleikari, Brynleifur Hallsson gítarleikari og Þorleifur Jóhannsson trommuleikari en aukinheldur var í sveitinni Kristján Guðmundsson hljómborðsleikari sem tók sæti Ingimars þennan vetur.