Ástríkur í helvíti (1996)

engin mynd tiltækHljómsveit starfandi 1996 og átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996). Þar var sveitin skipuð þeim Val F. Þórarinssyni trommuleikara, Ingimar Bjarnasyni söngvara og gítarleikara og Atla E. Ólafssyni bassaleikara. Ennfremur var Ágúst Guðmundsson söngvari sveitarinnar um hríð.

Hljómsveitin Kusa var síðan stofnuð upp úr Ástríki í helvíti.