Afmælisbörn 8. júní 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og sex ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 8. júní 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrjátíu og fimm ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Frumskógaredda (1991)

Hljómsveitin Frumskógaredda starfaði um skamman tíma sumarið 1991 og lék þá m.a. á tónleikum í tengslum við óháðu listahátíðina Loftárás á Seyðisfjörð, sem haldin var í Reykjavík. Frumskógaredda hafði verið stofnuð um vorið 1991 upp úr Út úr blánum þegar mannabreytingar urðu í þeirri sveit en meðlimir voru þau Laurie Driver trommuleikari, Ósk Óskarsdóttir söngkona…

Veryneat (1995-96)

Hljómsveit sem sögð var heita Veryneat kom fram á tónleikum í Rósenberg-kjallaranum vorið Tríóið Veryneat starfaði í um eitt ár og kom fram opinberlega í eitt skipti, í Rósenberg-kjallaranum vorið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Pétur Heiðar Þórðarson gítarleikari (Bless, Dýrið gengur laust o.fl.), Ingimar Bjarnason bassaleikari (Örkuml o.fl.) og Eddi Jónsson trommuleikari. Veryneat tók…

Út úr blánum (1991)

Út úr blánum var skammlíf nýbylgjusveit sem starfaði árið 1991. Meðlimir hennar voru Ósk Óskarsdóttir hljómborðsleikari og söngvari, Ingimar Bjarnason gítarleikari, Gaukur Úlfarsson bassaleikari og Laurie Driver trommuleikari. Alain McNicol gítarleikari var einnig um skamman tíma í sveitinni. Sveitin kom einungis þrisvar sinnum fram opinberlega en breytti um nafn þegar Gaukur hætti og Gunnþór Sigurðsson…

Ástríkur í helvíti (1996)

Hljómsveit starfandi 1996 og átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996). Þar var sveitin skipuð þeim Val F. Þórarinssyni trommuleikara, Ingimar Bjarnasyni söngvara og gítarleikara og Atla E. Ólafssyni bassaleikara. Ennfremur var Ágúst Guðmundsson söngvari sveitarinnar um hríð. Hljómsveitin Kusa var síðan stofnuð upp úr Ástríki í helvíti.