Út úr blánum (1991)

Út úr blánum var skammlíf nýbylgjusveit sem starfaði árið 1991.

Meðlimir hennar voru Ósk Óskarsdóttir hljómborðsleikari og söngvari, Ingimar Bjarnason gítarleikari, Gaukur Úlfarsson bassaleikari og Laurie Driver trommuleikari. Alain McNicol gítarleikari var einnig um skamman tíma í sveitinni.

Sveitin kom einungis þrisvar sinnum fram opinberlega en breytti um nafn þegar Gaukur hætti og Gunnþór Sigurðsson (Q4U o.fl.) tók við bassanum, eftir það kallaðist sveitin Frumskógaredda.