Árblik (1975-78)

Saga hljómsveitarinnar Árblik markar hvorki tímamót né sporgöngu í sögu íslenskrar tónlistar en sveitin má eiga það að hún spilaði nokkuð af frumsömdu efni á sveitaballaferli sínum og ól af sér nokkra af þeim sem síðar voru kenndir við Rikshaw og skutu víðar upp kollinum á sínum tónlistarferli. Árblik var stofnuð í Hafnarfirði 1975 af…

Ástríkur í helvíti (1996)

Hljómsveit starfandi 1996 og átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996). Þar var sveitin skipuð þeim Val F. Þórarinssyni trommuleikara, Ingimar Bjarnasyni söngvara og gítarleikara og Atla E. Ólafssyni bassaleikara. Ennfremur var Ágúst Guðmundsson söngvari sveitarinnar um hríð. Hljómsveitin Kusa var síðan stofnuð upp úr Ástríki í helvíti.

Áning (1985-86)

Hljómsveitin Áning var raunverulega Hljómsveit Ingimars Eydal, án Ingimars reyndar en sveitin gekk undir þessu nafni veturinn 1985-86 þegar Ingimar fór í framhaldsnám suður til Reykjavíkur. Áning (sem stendur fyrir Án Ingimars) var skipuð þeim hinum sömu og voru þá í hljómsveit Ingimars, en þau voru Inga Eydal söngkona (dóttir Ingimars), Grímur Sigurðsson bassaleikari, Brynleifur…

Ábót [1] (1971)

Vorið 1971 kom fram á sjónarsviðið söngflokkur eða þjóðlagasveit skipuð fjórmenningum úr Keflavík, sem bar heitið Ábót. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Ingvi Steinn Sigtryggsson og Finnbogi Kjartansson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var. Að öllum líkindum var þessi sveit ekki langlíf en litlar upplýsingar finnast um hana. Þeir Magnús…

Ábót [2] (1974)

Ábót (hin síðari) var aldrei eiginleg hljómsveit en hún var stúdíóverkefni þeirra félaga úr Keflavík, Jóhanns Helgasonar og Magnúsar Þór Sigmundssonar vorið 1974 en þeir voru þá einnig í hljómsveitinni Change sem um þetta leyti var að reyna að slá í gegn í Bretlandi. Afrakstur þeirrar stúdíóvinnu var lítil hljómplata. Ábót var því eins konar…

Ásgeir Sverrisson (1928-2008)

Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari starfrækti eigin hljómsveit um árabil og var framarlega í flokki gömlu dansa unnenda á bítla- og hippatímum þegar sú tónlist átti undir högg að sækja hérlendis sem annars staðar. Ásgeir var fæddur 1928 í Hvammi í Norðurárdal, var í héraðsskólanum á Laugarvatni og síðar í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði…

Ási í Bæ (1914-85)

Ási í Bæ, einn ástsælasti tónlistarmaður Vestmannaeyja og höfundur fjölmargra þekktra þjóðhátíðartexta og annarra laga sem Eyjarnar eru þekktar fyrir, bjó við erfið lífsskilyrði einkum vegna fötlunar en lét það aldrei aftra sér og notaði tónlistina og aðra skáldagáfu til að koma sínu á framfæri. Ási (Ástgeir Ólafsson) fæddist 1914 í Vestmannaeyjum, hann var iðulega…

Áskell Jónsson (1911-2002)

Norðlendingurinn Áskell Jónsson var tónskáld, kórstjórnandi, söngkennari og organisti, hann starfaði mest alla sína starfstíð á Akureyri og er minnst sem eins af burðarásunum í tónlistarsögu bæjarins. Áskell (f. 1911) var af tónlistarfólki kominn, borinn og barnfæddur á bænum Mýri í Bárðardal. Faðir hans stjórnaði kirkjukórnum og var organistinn í sveitinni, hann kenndi syni sínum…

Áslákur [2] (1979-81)

Hljómsveitin Áslákur starfaði á Egilsstöðum (ein heimild segir Hlöðum) um 1980. Sveitin mun að mestu hafa verið í sveitaballageiranum og var stofnuð haustið 1979, meðlimir hennar voru Sigurður Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Ragnar Á. Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Snædal Bragason hljómborðsleikari. Viðar Aðalsteinsson var söngvari sveitarinnar um tíma. Hann söng þó ekki…

Ástarkveðja (1973)

Hljómsveitin Ástarkveðja var skammlíf sveit sem starfaði um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1973. Sveitin var stofnuð í upphafi ársins og hafði að geyma nokkra þá unga reynslubolta úr bransanum, Ómar Óskarsson gítarleikara og Ásgeir Óskarsson trommuleikara sem þá höfðu verið í hinni goðsagnakenndu Icecross, og einnig Sævar Árnason gítarleikara og Jón Ólafsson bassaleikara.…

Ásta Sveinsdóttir (1895-1973)

Ásta Sveinsdóttir (f. 1895 í Stykkishólmi) er ekki þekktasta nafnið í íslenskri tónlistarsögu en hún var fyrst og fremst lagahöfundur og tónlistarkennari, kenndi bæði á gítar og píanó. Tónlistin varð aldrei hennar aðalstarf en kennsluna stundaði hún samhliða rekstri mjólkurbúða og veitingastaða. Lög Ástu urðu einna þekktust í tengslum við sönglagakeppnir SKT hér á árum…