Ástarkveðja (1973)

Ástarkveðja

Ástarkveðja

Hljómsveitin Ástarkveðja var skammlíf sveit sem starfaði um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1973.

Sveitin var stofnuð í upphafi ársins og hafði að geyma nokkra þá unga reynslubolta úr bransanum, Ómar Óskarsson gítarleikara og Ásgeir Óskarsson trommuleikara sem þá höfðu verið í hinni goðsagnakenndu Icecross, og einnig Sævar Árnason gítarleikara og Jón Ólafsson bassaleikara.

Ástarkveðja hafði eins og margar aðrar hljómsveitir á þessum tíma háleit markmið og æfði fjölmörg frumsamin lög en starfaði ekki lengi, þegar Pelican var stofnuð í júlí þetta sama ár af Pétri Kristjánssyni gekk hluti sveitarinnar til liðs við hann, og um leið var saga Ástarkveðju öll án þess að hún næði að koma út einhverju efni.