Babadú (1984-85)

engin mynd tiltækHljómsveitin Babadú (Ba ba dú) starfaði á árunum 1984 og 85 og innihélt framan af söngkonuna Hildi Júlíusdóttur.

Sveitin lék undir á plötu Rokkbræðra sem út kom 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari (Eik, Bítlavinafélagið o.fl.), Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Einar Bragi Bragason saxófónleikari (Stjórnin o.fl.) og Ástvaldur Traustason hljómborðsleikari (Sálin hans Jóns míns, Milljónamæringarnir o.fl.), hljóðfæraleikarar úr ýmsum áttum og á ýmsum aldri.

Ennfremur mun Styrmir Sigurðsson hljómborðsleikari hafa spilað með sveitinni fyrra árið en sveitin var þá dugleg að skemmta á skemmtistöðum borgarinnar.