Ábót [1] (1971)

engin mynd tiltækVorið 1971 kom fram á sjónarsviðið söngflokkur eða þjóðlagasveit skipuð fjórmenningum úr Keflavík, sem bar heitið Ábót. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Ingvi Steinn Sigtryggsson og Finnbogi Kjartansson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var.

Að öllum líkindum var þessi sveit ekki langlíf en litlar upplýsingar finnast um hana. Þeir Magnús og Jóhann notuðu Ábótarnafnið aftur fáeinum árum síðar