Comet [1] (1965-67)

Comet

Hljómsveitin Comet var ein af þeim Bítlasveitum sem störfuðu á Akureyri um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, sveitin lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum en fór einnig suður yfir heiðar og lék í Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum.

Sveitin var stofnuð snemma vors 1965 í Gagnfræðiskólanum á Akureyri og gekk í byrjun undir nafninu Comet og Alli en Alli mun hafa verið Aðalsteinn Bergdal (síðar leikari). Hann var líklega ekki lengi í Comet en aðrir meðlimir sveitarinnar voru lengst af Brynleifur Hallsson gítarleikari, Bjarki Jóhannesson [?], Theódór Hallsson [?] og Guðmundur Óskar Kristjánsson bassaleikari. Árni Þorvaldsson og Rafn Sveinsson léku einnig á einhverjum tímapunkti með sveitinni en ekki er ljós hvenær, þeir eru báðir trommuleikarar.

Comet starfaði til hausts 1967 að minnsta kosti, og hætti þá en hún hefur komið saman aftur í seinni tíð allavega í eitt skipti (árið 2009).