Comet [2] (1996)

Hljómsveit að nafni Comet starfaði haustið 1996 og virðist hafa verið eins konar afsprengi sveitar sem starfaði þremur áratugum fyrr undir sama nafni á Akureyri, ekki er þó um sömu sveit að ræða.

Fyrir liggur að Brynleifur Hallsson [gítarleikari?] var í þessari sveit en hann hafði verið í Comet hinni fyrri, einnig munu þeir Grímur [Sigurðsson bassaleikari?] og Haukur [?] hafa verið meðlimir sveitarinnar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi eða hvort þeir voru yfirleitt fleiri.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Comet.