Como (1963-67)

Como

Fremur litlar upplýsingar liggja fyrir um hljómsveitina Como (einnig ritað Kómó) en hún mun hafa verið starfandi á Eskifirði á sjöunda áratug síðustu aldar, a.m.k. á árunum 1963-67.

Sveitin gekk um tíma undir nafninu Como og Georg en ekki er ljóst hvort sá Georg (Georg Halldórsson) hafi verið söngvari sveitarinnar alla tíð. Aðrir meðlimir Como voru Rúnar Halldórsson gítarleikari, Sveinn [?] bassaleikari, Óli Foss [?] trommuleikari, Haraldur [?] Bragason gítarleikari, Ævar Auðbjörnsson píanóleikari og Hansína [Halldórsdóttir ?] söngkona. Arnþór Jónsson (Addi rokk) var um tíma í þessari sveit.