Molar (1965)

Hljómsveitin Molar var bítlasveit skipuð ungum tónlistarmönnum um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar.

Svo virðist sem sveitin hafi komið fram á sjónarsviðið í byrjun árs 1965 og starfað fram að mánaðamótum ágúst – september undir því nafni en þá breyttu þeir nafni hennar í Strengi.

Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu Mola, Snæbjörn Kristjánsson bassaleikari var einn meðlima, Björn Emilsson gæti einnig hafa verið einn þeirra og einnig hafa nöfn eins og Hannes Jón Hannesson, Arnar Sigurbjörnsson, Guðmundur Emilsson og Sigurgeir Sigurjónsson verið nefnd, þeir gætu þó allt eins hafa verið í sveitinni eftir að þeir tóku um Strengja-nafnið.

Óskað er frekari upplýsinga um Mola.