Fire (1996)

Heimildir um hljómsveitina Fire eru af skornum skammti en hún starfaði á Akureyri árið 1996, hugsanlega lengur.

Sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem kom út haustið 1996 og á þeirri plötu voru meðlimir sveitarinnar þeir Hörður Halldórsson bassaleikari, Magnús Magnússon trommuleikari, Páll St. Steindórsson söngvari og Guðni Konráðsson gítarleikari, einnig lék Kristján Edelstein með sveitinni á rafpíanó á þessari plötu en óvíst er hvort hann var meðlimur sveitarinnar.

Allar frekari upplýsingar um Fire má senda Glatkistunni.