Steypa [1] (1992-93)

Steypa

Hljómsveitin Steypa var starfrækt í Sandgerði um tveggja ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, sveitin spilaði rokk í anda svokallaða Seattle-sveita.

Steypa spilaði töluvert árið 1992, mest þó á Suðurnesjunum en vorið 1993 var sveitin meðal keppnissveita í Músíktilraunum. Þá var hún skipuð þeim Ólafi Egilssyni gítarleikara, Magnúsi Magnússyni bassaleikara, Garðari Eiðssyni bassaleikara og Viggó Maríassyni söngvara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og virðist hafa hætt störfum fljótlega eftir það.