Afmælisbörn 23. júní 2021

Kristján Freyr Halldórsson

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi:

Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum hætti s.s. með tónleikahaldi og dagskrárgerð í útvarpi.

Og þá á Erla Dóra Vogler óperusöngkona þrjátíu og átta ára afmæli. Erla Dóra kemur frá Egilsstöðum og hóf þar söngnám sitt en hún nam einnig í Reykjavík og Vín. Hún hefur komið bæði fram sem dægurlaga- og óperusöngkona, m.a. með hljómsveitinni Dægurlagadraumum, á fjölda tónleikum um land allt og erlendis og hefur haldið minningu Jórunnar Viðar á lofti. Erla Dóra sendi frá sér plötuna Víravirki árið 2010.

Vissir þú að Ingó Veðurguð & Jóhanna Guðrún, KK & Siggi Björns, Hreimur & Bergsveinn og KK & Rúnar Júl hafa öll gefið út lagið Ég er vinur þinn, á plötu?