
Sextett Óla Ben
Upplýsingar um Sextett Óla Ben (Sextett Ólafs Benediktssonar) eru mjög af skornum skammti en þessi sveit starfaði í fáeina mánuði vor og sumar 1963.
Ólafur Benediktsson var hljómsveitarstjóri og trymbill sextettsins og söngkonan Bertha Biering söng með sveitinni en annað liggur ekki fyrir um hana, óskað er því eftir frekari upplýsingum um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan þeirra.