Karlakórinn Ægir [2] (1949-54)

engin mynd tiltækTveir karlakórar störfuðu í Bolungarvík undir nafninu Ægir með margra áratuga millibili.

Saga þess fyrri, sem hér er til umfjöllunar, er nokkuð óljós. Svo virðist sem í einhverjum tilfellum sé karlakórinn Ægir talinn vera sami kór og einnig hefur verið kallaður Karlakór Bolungarvíkur (1935-49), í öðrum tilfellum er saga Ægis sögð hefjast 1949 í beinu framhaldi af því að Karlakór Bolungarvíkur hætti störfum – út frá því er gengið hér.

Karlakórinn Ægir var semsagt stofnaður 1949 og starfaði í u.þ.b. fimm ár undir því nafni, ekki liggur fyrir hver/jir stjórnaði kórnum en allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.