Kátir piltar [2] (1944)

Kátir piltar [2]

Kátir piltar

Kátir piltar sem störfuðu 1944 var líklega ekki eiginlegur karlakór heldur söngflokkur námsmanna sem fór frá Íslandi 1944 og söng á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba, á hátíð hugsanlega tengdri nýfengnu lýðveldi Íslendinga.

Kórinn söng þar undir stjórn Gunnars Erlendssonar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um Káta pilta.