Stefán Þorleifsson harmonikku- og saxófónleikari starfrækti sumarið 1947 litla hljómsveit sem hann kallaði Swingtríó Stefáns Þorleifssonar. Þessi hljómsveit lék meðal annars á dansleik austur á Stokkseyri en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvorki um hverjir spilafélagar hans voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku né hversu lengi hún starfaði. Stefán átti síðar eftir að starfrækja aðra hljómsveit í eigin nafni en það hefur verið alls ótengt þessari sveit.