Hljómsveitin Sweet peace starfaði í Hagaskóla líklega í kringum 1973 eða 74.
Um þessa sveit eru fáar heimildir, vitað er að Eggert Pálsson sem síðar varð slagverksleikari var í sveitinni og lék þar líkast til á trommur eða hljómborð en um aðra meðlimi hennar er ekki vitað og er því óskað eftir upplýsingum um þá sem og hljóðfæraskipan o.fl.