Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá.

Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til 1995 en Ester var mun lengur stjórnandi eða allt til ársins 2012 að minnsta kosti, með henni komu fleiri að kórstjórninni, Jóhanna Hjartardóttir um tíma í kringum aldamótin en síðan Sigríður Guðnadóttir og Stefán Þorleifsson áður en Gestur Áskelsson kom til sögunnar en samstarf Esterar og Gests stóð lengi. Gestur hefur verið viðloðandi kórinn allt til þessa dags eftir að Ester hætti störfum en Sigþrúður Harðardóttir og Sigíður Kjartansdóttir hafa einnig komið þar við sögu enda hefur ekki veitt af þar sem kórinn hefur innihaldið yngri og eldri deild, og jafnvel þrjá kóra þegar mest er.

Kórinn sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum s.s. Skólakór Grunnskólans í Þorlákshöfn, Barnakór Þorlákshafnar, Kór Barnaskólans í Þorlákshöfn o.fl. hefur sungið við margs konar tækifæri, bæði innan og utan skólans á tónleikum, kirkjutengdum athöfnum og öðrum tónlistartengdum samkomum.