Barnakór Þorlákshafnar [1] (1983-85)

Barnakór starfaði í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar sem þá kenndi við tónlistarskólann í bænum. Kórinn, sem innihélt um þrjátíu börn á aldrinum 8 til 14 ára, starfaði á árunum 1983-85 og í lok starfstímans (vorið 1985) gaf hann út snældu en sú útgáfa var tengd þemaviku Grunnskólans…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1992-97)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var starfræktur í lok 20. aldarinnar undir stjórn Bretans Roberts Darling. Kórinn virðist hafa starfað á árunum 1992-97 og kom Esther Hjartardóttir einnig að honum. Nánari upplýsingar um þennan kór eru vel þegnar.