Barnakór Þorlákshafnar [1] (1983-85)

Barnakór Þorlákshafnar

Barnakór starfaði í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar sem þá kenndi við tónlistarskólann í bænum.

Kórinn, sem innihélt um þrjátíu börn á aldrinum 8 til 14 ára, starfaði á árunum 1983-85 og í lok starfstímans (vorið 1985) gaf hann út snældu en sú útgáfa var tengd þemaviku Grunnskólans í Þorlákshöfn, þar sem þemað var „vor“. Snældan bar titilinn Vor Þorlákur og hafði að geyma tuttugu lög frá ýmsum tímum.

Efni á plötum