Miranda [1] (um 1988)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Miranda starfandi í Þorlákshöfn á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1988 en sú sveit var að öllum líkindum skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Jónas Sigurðsson gæti hafa verið meðlima þessarar sveitar.

Baun (1995-96)

Hljómsveit að nafni Baun starfaði í Þorlákshöfn veturinn 1995 til 96 að minnsta kosti. Meðlimir Baunar voru Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Ágúst Örn Grétarsson söngvari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari. Þannig skipuð var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar en af einhverjum ástæðum mætti hún ekki, að öllum líkindum hefur…

Barnakór Þorlákshafnar [1] (1983-85)

Barnakór starfaði í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar sem þá kenndi við tónlistarskólann í bænum. Kórinn, sem innihélt um þrjátíu börn á aldrinum 8 til 14 ára, starfaði á árunum 1983-85 og í lok starfstímans (vorið 1985) gaf hann út snældu en sú útgáfa var tengd þemaviku Grunnskólans…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1992-97)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var starfræktur í lok 20. aldarinnar undir stjórn Bretans Roberts Darling. Kórinn virðist hafa starfað á árunum 1992-97 og kom Esther Hjartardóttir einnig að honum. Nánari upplýsingar um þennan kór eru vel þegnar.

Ópera [1] (1976-79)

Ballsveitin Ópera starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst í Þorlákshöfn en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafði starfað um tíma undir nafninu Clítores en breytti nafni sínu í Ópera haustið 1976, þá voru í henni Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Ómar B. Ásbergsson söngvari og gítarleikari, Hjörleifur Brynjólfsson bassaleikari og Sigurvin Þórkelsson trommuleikari. Ópera var…

Tikkal (1999)

Tríóið Tikkal frá Þorlákshöfn var starfandi 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Hjörtur Rafn Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Grétar Ingi Erlendsson trommuleikari og Jón B. Skarphéðinsson bassaleikari skipuðu þá sveitina sem komst í úrslit. Síðar sama ár keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni, komst ekki í úrslit en lag með henni kom þó út…