Splurge (1995)

Splurge

Hljómsveitin Splurge var úr Þorlákshöfn og keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar og ÍTR.

Meðlimir sveitarinnar voru þer Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari, Ingvar G. Júlíusson gítarleikari, Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Þorbjörn Jónsson, í kynningu á sveitinni var hún sögð leika Seattle-rokk.

Sveitin komst ekki áfram í Músíktilraunum og ekkert heyrðist til hennar meir.