SSSól (1987-)

Hljómsveitin Síðan skein sól / SSSól er með þekktustu og vinsælustu ballsveitum íslenskrar tónlistarsögu með fjölda vinsælla platna og laga að baki með Helga Björnsson sem frontmann. Sveitin var þó upphaflega stofnuð fyrst og fremst sem tónleikasveit og starfaði sem slík fyrst um sinn, hún hefur aldrei hætt og þrátt fyrir að hafa ekki sent…

SSSól – Efni á plötum

Síðan skein sól – Blautar varir / Bannað [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: ST2 Ár: 1988 1. Blautar varir 2. Bannað 3. Blautar varir (remix) Flytjendur: Helgi Björnsson – söngur Eyjólfur Jóhannsson – gítar Jakob Smári Magnússon – bassi Ingólfur Sigurðsson – trommur Sigurður Sigurðsson – munnharpa               Síðan skein…

Spúnk (1998- 2003)

Hljómsveitin Spúnk (einnig ritað Spunk) var nokkuð í sviðsljósinu undir lok síðustu aldar og var angi af svokallaðri krútttónlist sem þá var að koma fram á sjónarsviðið, tvær forsprökkur sveitarinnar hafa síðar gefið út sólóefni. Spúnk var stofnuð í upphafi árs 1998 og var í raun frá upphafi dúett þeirra Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og Arnþrúðar…

Spur Pópunar (2002)

Litlar upplýsingar er að finna um tónlistaflytjanda sem kallaði sig Spur Pópunar en að öllum líkindum var að ræða eins manns sveit Árna Viðars Þórarinssonar en hann flutti elektróníska tónlist. Spur Pópunar kom fram að minnsta kosti á einum tónleikum vorið 2002 á vegum Hins hússins og um það leyti sendi sveitin frá sér tólf…

Spúnk – Efni á plötum

Spúnk / múm – Stefnumót kafbátanna [split ep] Útgefandi: Sófi / er hommi rec. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Spúnk – Vild’mér væri sama 2. Spúnk – Jeppaferð 3. Múm – Bak þitt er sem rennibraut 4. Múm – Póst póstmaetur Flytjendur: Múm: – [engar upplýsingar um flytjendur], Spúnk: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Spur Pópunar – Efni á plötum

Spur Pópunar – Eldað fyrir örvhenta Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: lopi 2 Ár: 2002 1. Baunasúpa 2. … og hann talar eins og teiknimyndafígúra 3. Dúddmari 4. Dramatískur titill 5. Geturðu bent mér á góða stað fyrir garðálf? 6. Hnoðri 7. Látún 8. Héðan í frá verða handahlaup aðeins farin á fimmtudögum 9. Labba kútar…

Stefán Þorleifsson [1] (1911-2001)

Tónlistarmaðurinn og leigubílstjórinn Stefán Þorleifsson lék með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum og starfrækti m.a. um langt árabil sveit í eigin nafni, þá samdi hann einnig tónlist og ljóð/texta. Stefán Þorleifsson fæddist haustið 1911 en afar fáar upplýsingar er að finna um uppruna hans og æskuár, líklegt er þó að hann hafi verið fæddur og…

Steinaldarmenn [1] (1972-73)

Snemma á áttunda áratugnum var starfrækt hljómsveit í Suður Þingeyjarsýslu sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn, fyrir liggur að sveitin var starfandi veturinn 1972 til 73 og spilaði hún þá víðs vegar um norðanvert landið, hún gæti þó hafa verið starfandi um lengri tíma. Meðlimir Steinaldarmanna voru þeir Kristján Einar Kristjánsson harmonikkuleikari, Baldvin Einarsson orgel- eða…

Stegla (2000)

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999. Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari.…

Stefdís (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1973 undir nafninu Stefdís og var þá húshljómsveit í Þórscafé, annars vegar um vorið og svo aftur um haustið eftir sumarhlé. Fyrir liggur að Mjöll Hólm var söngkona Stefdísar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar s.s. nöfn og hljóðfæraskipan.

Steinar [1] (1968)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um ballhljómsveit sem gekk undir nafninu Steinar og var starfandi sumarið 1968. Þá um verslunarmannahelgina lék sveitin fyrir dansi í Bjarkarlundi fyrir vestan og er ekki ólíklegt að um heimamenn hafi verið að ræða. Alltént er hér óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, liðsmönnum hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og hvar hún…

Steinaldarmenn [2] (1989)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti starfrækti sumarið 1989 djassband sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Guðmundar píanóleikara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Steinar express (1982)

Steinar express mun hafa verið aukasjálf Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) en hann kom fram á tónleikum í nokkur skipti undir þessu nafni árið 1982, m.a. í Félagsstofnun stúdenta um haustið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvers konar tónlist Einar Örn framkallaði eða með hvaða hætti hún var framreidd.

Afmælisbörn 13. júlí 2022

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og níu ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…