Stegla (2000)

Stegla

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999.

Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari. Upplýsingar óskast um föðurnöfn þeirra síðast töldu.