Stegla (2000)

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999. Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari.…

Gyllinæð (1999-2000)

Dauðapönksveitin Gyllinæð náði nokkurri athygli í kringum aldamótin en þá nánast eingöngu fyrir annað en tónlistina sem þeir fluttu. Sveitin var stofnuð vorið 1999 meðal þriggja fjórtán og fimmtán ára vina í Réttarholtsskóla, Daníels Ívars Jenssonar gítarleikara, Ágústs Hróbjarts Rúnarssonar söngvara og Magnúsar Arnar Magnússonar trommuleikara og virðist tilgangurinn upphaflega hafa verið sá að taka…