Steinar express (1982)

Steinar express mun hafa verið aukasjálf Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) en hann kom fram á tónleikum í nokkur skipti undir þessu nafni árið 1982, m.a. í Félagsstofnun stúdenta um haustið.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvers konar tónlist Einar Örn framkallaði eða með hvaða hætti hún var framreidd.